Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Sumarlokun Rannís 2024

Skrifstofa Rannís verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst. Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Gleðilegt sumar!

...



Fréttir

Vi-usindavaka-2023-142

4.7.2024 : Vísindavaka 2024 í Laugardalshöll

Vísindavaka verður haldin laugardaginn 28. september næstkomandi í Laugardalshöll frá klukkan 13:00 til 18:00

Lesa meira

4.7.2024 : Sumarlokun Rannís 2024

Skrifstofa Rannís verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst.

Lesa meira

27.6.2024 : Hvernig geta háskólar nýtt Erasmus+ starfsmannaskipti á markvissan hátt?

Ávinningurinn fyrir einstaklinga sem taka þátt í Erasmus+ er vel þekktur og margþættur. Hins vegar hefur minna verið rætt um áhrifin sem þátttaka starfsfólks hefur á stofnanirnar sem það starfar við. Landskrifstofa Erasmus+ stóð nýverið fyrir ráðstefnu um hvernig háskólar geta nýtt ferðir starfsfólks út fyrir landsteinana til að ná markmiðum sínum og skapa umhverfi þar sem alþjóðlegt samstarf er sett í forgrunn.

Lesa meira

21.6.2024 : Níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Vakin er athygli á því að níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin á Akureyri, 14. - 16. október 2024. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum. 

Lesa meira

14.6.2024 : Evrópskt æskulýðs- og menntasamstarf

Viltu stuðla að þátttöku ungs fólks í alþjóðlegu samstarfi? Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf á mennta- og menningarsvið, til að verða hluti af æskulýðsteymi Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps. Starfið felur í sér að kynna þau tækifæri sem bjóðast í evrópsku samstarfi fyrir þeim sem starfa með ungu fólki í sjálfboðastörfum og samfélagsverkefnum og hafa umsjón með umsóknum og verkefnum sem styrkt eru af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.  Umsóknarfrestur er liðinn og umsóknaferli í gangi.

13.6.2024 : Þátttaka Íslands í Erasmus+ og European Solidarity Corps áhrifarík fyrir íslenskt samfélag

Ný úttekt á árangri Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) á Íslandi sýnir fram á jákvæð áhrif áætlananna á íslenskt menntakerfi og æskulýðsstarf. Umsóknarferlið mætti einfalda en þjónusta Landskrifstofu veitir umsækjendum og styrkhöfum mikilvægan stuðning.

Lesa meira

6.6.2024 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2024

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2024. 

Lesa meira

Fréttasafn


Á döfinni



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
OSZAR »